Hvernig er gott að skipuleggja geymslu

  • Búðu til teikningu af skipulagi hluta í gámnum þínum svo þeir finnist auðveldlega.
  • Það sem þú ekki raðar í hillur skaltu setja í sterka pappakassa/geymslukassa.
  • Skoðaðu kosti þess að tryggja eignir þínar áður en þær eru fluttar í gáminn.
  • Gott er að velja geymslukassa af af sömu stærð til að þeir staflist vel.
  • Merktu alla kassa vel, sérstaklega þá sem eru með viðkvæmum hlutum í.
  • Kæliskápar/frystar verða að vera afþýddir og þurrir, látið hurðir vera opnar og tryggið að þær haldist opnar.
  • Ekki ætti að geyma blauta hluti, það sem fer blautt inn í gám er líklegt til að skemma út frá sér.
  • Dýnur, sófar o.fl. ættu að vera klæddir með plasti.
  • Taktu stóra hluti í sundur til að spara pláss.
  • Rafbúnaður eins og sjónvörp, hljómtæki o.s.frv. ætti að pakka í umbúðir.

Ekki hika við við að hafa samband ef þig vantar fleiri ráð.