Um gáma

Gámar sem geymslyrými

Notkun flutningagáma sem geymslueiningar hefur verið að ryðja sér til rúms í auknu mæli, sérstaklega á stöðum þar sem fasteignir hafa hækkað mikið í verði. Geymsla í flutningagámum hefur ýmsa kosti, svo sem verð, öryggi og sveigjanleika. 

Ending flutningagáma gerir þá að frábærum valkosti til að geyma í. Gámar eru hannaðir til að þola óveður og vatságang á úthöfum til fjölda ára og eru smíðaðir úr cortan stáli og málaðir með umhverfisvænum efnum sem hindra tæringu. Þykkt stáls og styrkleiki gáma gerir þá að öruggri geymslu sem auðvelt er að læsa á tryggan hátt. Hver eining er stök og því nánast ógerningur að eldur breiðist út milli rýma.

Gámarnir

Gámarnir eru allir nýir og sérframleiddir fyrir okkur sem geymslugámar en það felst m.a. í því að þeir eru vel loftræstir með 10 loftunarristum, auðveldir í umgengni vegna þess að gönguhurð er með einni slá í stað tveggja á hefðbundnum gám, auk þess sem gólfið er með lokuðu yfirborði.

Læsingarhús er á öllum gámunum sem gerir innbrot í gámana nánast útilokuð með notkun á réttri gerð af gámalás

Stærðir

Gámarnir okkar eru  20 feta hágámar sem eru að innanmáli 234 cm á breidd, 270 cm á hæð  og 590 cm á lengd. Fermetrarnir mælast því 13,8 m2 og rúmmálið að innan mælist 37,2 m3.