Það er nóg pláss hjá okkur

Er ekki kominn tími á að hreinsa út úr bílskúrnum eða koma lagernum í hagkvæma geymslu?

Nú er tækifæri til að nýta bílskúrinn í eitthvað nytsamlegra en að geyma árstíðardót og vinnutengda hluti eða lagera sem ekki þarf að geyma í upphituðu rými.

Við bjóðum upp á hagkvæmar geymslulausnir fyrir einstaklinga og fyrirtæki til lengri eða skemmri tíma á afgirtu svæði við Reykjavíkurhöfn.

Fyrir heimilið
  • Sem tímabundin geymsla í tengslum við flutning
  • Geymsla vegna fjarveru eða vinnu erlendis
  • Geymsla vegna framkvæmda
  • Varanleg geymsla fyrir eignir og árstíðabúnað
Fyrir námsmenn

Þarftu geymslu í sumarfríinu?

Gámageymsla eru hentug lausn fyrir námsmenn sem þurfa geymslurými milli námsára eða anna. Hjá okkur geturðu leigt ódýra geymslu í nokkra mánuði og forðast allt vesen við að flytja hlutina heim til mömmu og pabba.  Bendum á að bóka sumar og vetrargeymslu með góðum fyrirvara til að tryggja pláss.

Fyrir iðnaðarmannin

Gámar er hentugir fyrir iðnaðarmenn  Sem þurfa á tímabundinni eða varanlegri geymslu á að halda. Hægt er að keyra upp að öllum gámum á svæðinu okkar og er opnunartíminn hentugur fyrir iðnaðarmenn. 

  • Verkfæri og smærri vinnuvélar
  • Efnislager sem þarf ekki að vera í upphituðu rými
  • Tímabundin geymsla milli verka
Fyrir þá sem eru að minnka við sig

Mikið að því sem geymt er í bílskúrum og geymslum á heimilum eru hlutir sem þola að vera í óupphituðu rými. Hagkvæmara getur verið að leigja rými hjá okkur en að greiða afborganir og fasteignagjöld af geymslum í íbúðarhúsum. Gámarnir eru 13,8 fermetrar og 37 rúmmetrar að stærð.

Fyrir fyritæki til lengri eða skemmri tíma

Mörg fyrtæki eru með tímabundna lagera auk þess sem staðsetning fyrirtækja býður ekki í öllum tilvikum upp á að geyma lager í sama húsnæði. Við bjóðum upp á ódýran valkost fyrir fyrirtæki sem skammtíma eða langtímalausn á lagerhaldi skammt frá miðbæ Reykjavíkur. Einnig er líklegt að þeir sem reka smærri vefverslanir geti haft hagræði af staðsetningu okkar og sveigjanleika í lagerhaldi.

Fyrir sportista

Þeir sem eru í mótorsporti eða vetraríþróttum þurfa oft mikið rými í langan tíma milli árstíða og taka því oft dýrmætt pláss á heimilum sem væri betur nýtt undir aðra notkun. Hver kannast ekki við að bílskúrinn sé fullur af sportdóti og öðru sem jafnvel er kominn tími á að láta fara í góða hirðinn. Tilvalið að slá tvær flugur í einu höggi og tæma skúrinn með því að leigja örugga og hagkvæma geymslu hjá okkur.

 

.

.

Það sem þú leigir

Þú leigir hjá okkur 20 feta hágám sem er um 13,8 fermetrar að flatarmáli og 37 rúmmetrar.

Verðið á mánaðarleigu er 28.520- með vsk (23.000- án vsk)